Þórir sæmdur fálkaorðunni

Þórir Hergeirsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórir Hergeirsson, handknattleiksþjálfari frá Selfossi, var einn þeirra fjórtán einstaklinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Þórir hlýtur riddarakross fyrir af­reks­fer­il í þjálf­un og fram­lag til hand­bolta kvenna. Hann var ekki viðstaddur athöfnina, en hann er stadd­ur er­lend­is og tek­ur við sinni orðu við tæki­færi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá embætti for­seta.

Handboltaþjálfarinn af Birkivöllunum hætti þjálfun norska kvennalandsliðsins eftir að hafa stýrt því til sigurs í sjötta sinn á Evrópumeistaramótinu í desember síðastliðnum. Afrekaskrá Þóris með norska liðið á sér enga hliðstæðu í íþróttasögunni en undir hans stjórn hefur liðið unni ellefu gullverðlaun á stórmótum.

Meðal annarra fálkaorðuhafa í dag voru Krist­ín Jó­hanns­dótt­ir, forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum, fyr­ir frum­kvöðlastarf í þágu menn­ing­ar- og ferðamála í heima­byggð og Þor­steinn Tóm­as­son, plöntu­erfðafræðing­ur, fyr­ir fram­lag til plöntukyn­bóta í þágu land­búnaðar, skóg­rækt­ar, garðyrkju og líf­tækniiðnaðar.

Fyrri greinNýtt ár nýjar áskoranir
Næsta greinVonandi næ ég smá lúr árið 2025