Þórsarar á botninum

Styrmir Snær Þrastarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar urðu af mikilvægum stigum í botnbaráttu úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi, þegar liðið heimsótti ÍR í Breiðholtið.

Bæði lið höfðu aðeins unnið einn leik í vetur og ljóst að tapliðið í leiknum myndi enda í botnsætinu. Það var tvísýnt lengi vel, leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 36-35. Þórsarar áttu góðan kafla í 3. leikhluta en í þeim fjórða var varnarleikur liðsins ekki nógu góður og ÍR gekk á lagið og sigraði að lokum 79-73.

Þórsarar eru því í botnsæti deildarinnar með 2 stig en ÍR fór upp í 10. sætið með 4 stig.

Styrmir Snær Þrastarson stóð uppúr hjá Þórsurum í gær, skoraði 23 stig og tók 14 fráköst en framlag annarra leikmanna var mun lægra.

Tölfræði Þórs: Styrmir Snær Þrastarson 23/14 fráköst, Vincent Shahid 18/7 fráköst, Pablo Hernandez 14/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 8/4 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Tómas Valur Þrastarson 2/4 fráköst, Fotios Lampropoulos 2/5 fráköst.

Fyrri greinEldfjallaleiðin er ný ferðaleið á Suðurlandi
Næsta greinSveitarfélagið Ölfus með jákvæðan rekstur