Þór Þorlákshöfn situr nú í 2. sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir góðan sigur á Akureyrar-Þórsurum á útivelli í kvöld, 75-91.
Þeir grænklæddu höfðu undirtökin stærstan hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 41-51 og Þór Þ jók forskotið enn frekar í 3. leikhluta, 59-75. Þór Þ náði mest tuttugu stiga forskoti í 4. leikhluta en heimamenn klóruðu lítillega í bakkann í lokin.
Larry Thomas var stigahæstur Þórsara með 20 stig, Styrmir Snær Þrastarson skoraði 16, Ragnar Örn Bragason 15 og Adomas Drungilas var sterkur með 11 stig og 16 fráköst.
Tölfræði Þórs Þ: Larry Thomas 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 16, Ragnar Örn Bragason 15/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 13, Adomas Drungilas 11/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Callum Lawson 10/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 3.