Þórsarar unnu seiglusigur á Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta í dag, þegar liðin mættust í Þorlákshöfn.
Þór byrjaði leikinn af krafti og leiddi eftir 1. leikhluta, 24-15. Staðan var 45-36 í leikhléi en í seinni hálfleik fóru gestirnir að þjarma að Þórsurum. Leikurinn var í járnum á lokakaflanum og þegar tvær og hálf mínúta voru eftir var staðan 89-89. Þórsarar skoruðu hins vegar átta síðustu stigin í leiknum og tryggðu sér sigur, 97-89.
Larry Thomas var öflugur í liði Þórs með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Adomas Drungilas skoraði 24 stig og tók 7 fráköst og Ragnar Örn Bragason skoraði 14 stig.
Þór fer upp í 2. sæti úrvalsdeildarinnar með þessum sigri en þeir hafa leikið einum leik meira en liðin í kringum þá.
Tölfræði Þórs: Larry Thomas 31/11 fráköst/8 stoðsendingar, Adomas Drungilas 24/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14, Halldór Garðar Hermannsson 8, Emil Karel Einarsson 7, Styrmir Snær Þrastarson 6/5 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5/4 fráköst, Callum Lawson 2/9 fráköst.