Þórsarar náðu sér ekki á strik í kvöld þegar þeir heimsóttu Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn sigruðu 91-75.
Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu 29-20 eftir 1. leikhluta. Munurinn var sá sami í hálfleik, 52-43. Seinni hálfleikur var jafn en Þórsarar eltu Keflvíkinga allan tímann án þess að takast að brúa bilið.
Þór er í 8. sæti deildarinnar með 6 stig en Keflvíkingar eru í 3. sæti með 14 stig.
Kinu Rochford var öflugur hjá Þórsurum í kvöld en hann skoraði 13 stig og tók 14 fráköst, auk þess sem hann sendi 7 stoðsendingar.
Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 16/5 fráköst, Kinu Rochford 13/14 fráköst/7 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 11, Jaka Brodnik 9/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.