Þórsarar eltu allan tímann

Þórsarar fara yfir málin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn heimsótti Álftanes í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes leiddi frá fyrstu mínútu og sigraði að lokum 108-96.

Sóknarleikurinn gekk ekkert hjá Þórsurum í 1. leikhluta og staðan að honum loknum var 21-11. Álftanes náði fjórtán stiga forskoti í 2. leikhluta en Þórsarar minnkuðu muninn undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 54-43 í leikhléi.

Þórsliðið var á hælunum í upphafi seinni hálfleiks og Álftanes náði fljótlega tuttugu stiga forskoti. Þórsliðið jafnaði sig hratt á þessu og í upphafi 4. leikhluta var munurinn kominn niður í 6 stig, 82-66. Þá tóku heimamenn mikinn sprett, náðu 24 stiga forskoti, og þó að Þór hafi náð að klóra í bakkann í lokin var sigur Álftaness aldrei í hættu.

Mustapha Heron var stiga- og framlagshæstur hjá Þór í kvöld með 23 stig og Jordan Semple var seigur með 16 stig og 13 fráköst.

Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni eru Þórsarar í 9. sæti með 18 stig en þeir mæta Keflavík í lokaumferðinni.

Álftanes-Þór Þ. 108-96 (21-11, 33-32, 26-19, 28-34)
Tölfræði Þórs: Mustapha Heron 23/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 19/4 fráköst, Justas Tamulis 16, Jordan Semple 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 9/10 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 7, Ragnar Örn Bragason 3, Davíð Arnar Ágústsson 3.

Fyrri greinEinn til viðbótar handtekinn
Næsta greinSætur sigur á Hornafirði