Þórsarar fallnir úr bikarkeppninni

Ragnar Örn Bragason skoraði 2 stig í kvöld og tók 7 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn er úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta eftir 76-96 tap gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld.

Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu 13-25 eftir 1. leikhluta en Þórsarar komu til baka í 2. leikhluta og staðan var 45-45 í hálfleik.

Gestirnir voru sterkari í síðari hálfleik og réðu lögum og lofum í 4. leikhluta þar sem Þórsarar skoruðu aðeins 8 stig.

Kinu Rochford var sterkur í liði Þórs með 26 stig, 17 fráköst og 4 varin skot. Nikolas Tomsick skoraði 19 stig og sendi 9 stoðsendingar og Jaka Brodnik svkoraði 10 stig.

Þar með er ljóst að ekkert sunnlenskt lið verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitum á morgun.

Fyrri greinVegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni
Næsta greinStyrktu Birtu um rúmar 1,7 milljónir króna