Héraðsmót HSK í skák fór fram fimmtudaginn 18. mars síðastliðinn í félagsheimili Umf. Selfoss, Tíbrá á Selfossi.
Fimm sveitir frá fimm félögum mættu til leiks og urðu úrslitin þau að Umf. Þór sigraði með 11 vinninga, í 2. sæti varð Umf. Selfoss með 9 vinninga og í 3. sæti Umf. Gnúpverja með 8½ vinninga. Þar á eftir kom Umf. Hekla með 6 vinninga og Íþf. Dímon með 5½ vinninga.
Sigursveit Umf. Þórs var þannig skipuð að á 1. borði tefldi Gísli Hólmar Jóhannesson, á 2. borði Erlingur Jensson, á 3. borði Magnús Garðarsson og á 4. borði Oddur Tómas Oddsson.