Þór Þorlákshöfn sigraði Stjörnuna á útivelli í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld, 90-94. Staðan í einvíginu er nú 1-1.
Stjarnan leiddi 23-15 eftir 1. leikhluta en Þór minnkaði muninn fyrir hálfleik og staðan var 48-45 í leikhléi. Þórsarar spiluðu frábæra vörn í 3. leikhluta og náðu forystunni um miðjan leikhlutann, 54-57. Í upphafi 4. leikhluta gerðu þeir síðan 12-3 áhlaup og breyttu stöðunni í 62-74. Stjarnan spýtti í lófana undir lokin og náði að minnka muninn í eitt stig á lokamínútunni en Þórsarar héldu haus og fögnuðu sigri.
Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur Þórsara með 20 stig og 11 fráköst. Callum Lawson skoraði 17 og Adomas Drungilas átti sömuleiðis góðan leik með 16 stig og 11 fráköst.
Þriðji leikur liðanna verður á sunnudagskvöld kl. 20:15 í Þorlákshöfn.
Tölfræði Þórs: Styrmir Snær Þrastarson 20/11 fráköst, Callum Lawson 17/7 fráköst, Adomas Drungilas 16/11 fráköst, Larry Thomas 13/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Davíð Arnar Ágústsson 10/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Halldór Garðar Hermannsson 2/7 stoðsendingar.