Þórsarar lentu á vegg

Larry Thomas var stigahæstur í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði 97-83 gegn Keflavík í þriðju viðureign liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík í kvöld. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Þór.

Keflvíkingar mættu mun grimmari til leiks í kvöld og leiddu frá fyrstu sókn. Þeir spiluðu góða vörn og Þórsarar áttu í mestu vandræðum framan af leik að finna glufur til að skora. Staðan í hálfleik var 47-38. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Keflvíkingar hleyptu Þórsurum aldrei mjög nálægt sér.

Larry Thomas var allt í öllu hjá Þórsurum í kvöld og var stigahæstur með 24 stig.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Þorlákshöfn á föstudagskvöld og með sigri þar tryggja Þórsarar sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti.

Tölfræði Þórs: Larry Thomas 24/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 12, Callum Lawson 10/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 9/5 fráköst, Adomas Drungilas 8/6 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 5, Tómas Valur Þrastarson 2, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 1.

Fyrri greinAllir velkomnir sem vilja dást að gömlum bílum
Næsta greinHamar vann í hörkuleik – Árborg og KFR töpuðu