Þór Þorlákshöfn tapaði 101-77 á útivelli gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.
Leikurinn var jafn framan af en Njarðvíkingar luku seinni hálfleik á 10-3 kafla og leiddu 51-43 í leikhléi.
Njarðvík kláraði svo leikinn nánast með svakalegu áhlaupi á upphafsmínútum seinni hálfleiks en eftir fjórar og hálfa mínútu var staðan orðin 67-45. Þórsarar áttu ekki afturkvæmt eftir þetta og töpuðu að lokum með 24 stiga mun.
Þór er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig en Njarðvík í 4. sæti með 14 stig.
Tölfræði Þórs: Vincent Bailey 27/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 16/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Davíð Arnar Ágústsson 8, Marko Bakovic 7/6 fráköst, Dino Butorac 6, Tristan Rafn Ottósson 2, Styrmir Snær Þrastarson 1, Ísak Júlíus Perdue 0, Ragnar Örn Bragason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.