Þórsarar settu stigamet

Nikolas Tomsick. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Breiðablik að velli í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.

Blikavörnin átti í mesta basli með að stöðva Þórsara sem skoruðu 66 stig í hvorum hálfleik. Staðan var 66-48 í leikhléi og munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en staðan var 103-69 að honum loknum. Lokatölur urðu 132-94 og er þetta hæsta stigaskor Þórsara í úrvalsdeildinni frá upphafi. Gamla metið var 128 stig á útivelli gegn KFÍ á Ísafirði árið 2012.

Nikolas Tomsick fór mikinn í liði Þórs í kvöld með 25 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar, en annars fengu Þórsarar gott framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld.

Þór er áfram í 6. sæti deildarinnar, nú með 20 stig en Breiðablik er á botninum með 2 stig og nánast fallnir eftir leikinn í kvöld.

Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 22/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 20/7 fráköst, Kinu Rochford 18/17 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 18/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 9/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Ragnar Örn Bragason 5, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 5, Benjamín Þorri Benjamínsson 3.

Fyrri greinLeitað að konu í Skaftafelli
Næsta greinSamið um eftirlit með lífrænni framleiðslu