Þorlákshafnar-Þórsarar fóru á kostum þegar þeir lögðu Þór Akureyri að velli, 95-76, í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik. Liðin mættust í Þorlákshöfn en þrjá sigra þarf til að komast áfram í einvíginu.
Leikurinn var hnífjafn í 1. leikhluta en í upphafi 2. leikhluta gerði Þór Þ 13-5 áhlaup og breytti stöðunni í 34-25. Munurinn var orðinn þrettán stig í hálfleik, 47-34.
Þeir grænklæddu reyndust svo sterkari í seinni hálfleik þar sem þeir bættu í forskotið og vörðust öllum áhlaupum gestanna frá Akureyri. Í upphafi 4. leikhluta var munurinn orðinn 26 stig og sigurinn í Höfn.
Larry Thomas var mjög sprækur hjá Þórsurum með 21 stig en Halldór Garðar Hermannsson var framlagshæstur, skoraði 12 stig, tók 6 fráköst, sendi 4 stoðsendingar og stal 3 boltum.
Liðin mætast næst á Akureyri á miðvikudaginn og svo aftur í Þorlákshöfn á sunnudaginn eftir viku.
Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 21/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 15/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 7, Tómas Valur Þrastarson 7, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 6, Ísak Júlíus Perdue 2, Callum Lawson 2/11 fráköst.
(2) Þór Þ. – (7) Þór Ak.
Leikur 2 – 19. maí (Akureyri)
Leikur 3 – 23. maí (Icelandic Glacial höllin)
Leikur 4 (ef þarf) – 26. maí (Akureyri)
Leikur 5 (ef þarf) – 28. maí (Icelandic Glacial höllin)