Íslandsmeistarar Þórs unnu sætan sigur á ÍR í úrvalsdeild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld.
ÍR hafði frumkvæðið í upphafi leiks en fljótlega tóku Þórsarar fram spariskóna og voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Munurinn varð mestur sjö stig í upphafi 2. leikhluta en ÍR-ingar jöfnuðu 43-43 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tók Glynn Watson leikinn í sínar hendur, hann skoraði átta síðustu stig Þórs í fyrri hálfleik og þeir leiddu 45-51 í hálfleik.
ÍR-ingar sóttu að Þór í upphafi seinni hálfleik en Íslandsmeistararnir vörðust öllum áhlaupum þeirra og héldu forystunni allt þar til tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Þá jafnaði ÍR 83-83 en Þórsarar voru sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér nauman sigur, 88-90.
Glynn Watson var með frábært framlag fyrir Þórsarar í kvöld og gældi við þrefalda tvennu en hann skilaði 39 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum.
Þórsarar eru með 22 stig á toppi deildarinnar en á eftir koma Njarðvík og Keflavík með 20 stig og eiga leik til góða. ÍR er í 8. sæti með 12 stig.
Tölfræði Þórs: Glynn Watson 39/7 fráköst/8 stoðsendingar, Daniel Mortensen 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ronaldas Rutkauskas 15/9 fráköst, Kyle Johnson 9/5 fráköst, Luciano Massarelli 6/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2