Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Haukum í úrvalsdeild karla í körfubolta á heimavelli í kvöld, 89-80.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan var 40-46 í hálfleik, Haukum í vil. Þórsarar mættu hins vegar ferskir inn í seinni hálfleikinn, skoruðu tólf stig í röð og létu forystuna ekki af hendi eftir það. Þórsarar náðu að halda Haukum í öruggri fjarlægð allan 4. leikhlutann og fögnuðu vel í leikslok.
Heimamennirnir Halldór Garðar Hermannsson og Emil Karel Einarsson voru mjög öflugir fyrir Þór í kvöld, ásamt Marko Bakovic sem stóð sig sömuleiðis vel á báðum endum vallarins.
Með sigrinum lyfti Þór sér upp í 8. sætið með 4 stig en Haukar eru í 5. sæti með 6 stig.
Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 26/7 fráköst/12 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 22/5 fráköst, Marko Bakovic 17/10 fráköst/5 varin skot, Vincent Terrence Bailey 10/9 fráköst, Dino Butorac 7/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 5, Davíð Arnar Ágústsson 2, Ísak Júlíus Perdue 0.