Þórsarar unnu – en misstu af titlinum

Davíð Arnar Ágústsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann glæsilegan sigur á Grindavík á útivelli í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld, 93-105. Deildarmeistaratitillinn fór þó til Njarðvíkur, sem sigraði Keflavík í kvöld, en Njarðvík og Þór enduðu jöfn á toppi deildarinnar með 34 stig.

Njarðvík hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur og var því ofar á töflunni. Þórsarar eru í 2. sæti og mæta Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins.

Leikurinn í kvöld var í öruggum höndum Þórsara sem náðu að spila sinn bolta í fyrri hálfleiknum og voru komnir með gott forskot í hálfleik, 42-61. Grindavík minnkaði muninn í 3. leikhluta og bæði lið lögðu svo allt kapp á sóknina í 4. leikhluta, en forskot Þórsara var öruggt.

Davíð Arnar Ágústsson skoraði fimm þriggja stiga körfur í leiknum í kvöld og endaði stigahæstur hjá Þór með 23 stig. Ronaldas Rutkauskas var framlagshæstur Þórsara með 17 stig og 5 fráköst.

Tölfræði Þórs: Davíð Arnar Ágústsson 23, Ronaldas Rutkauskas 17/5 fráköst, Daniel Mortensen 15/7 fráköst/3 varin skot, Glynn Watson 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11, Ragnar Örn Bragason 9, Kyle Johnson 7, Tómas Valur Þrastarson 6, Luciano Massarelli 3/8 fráköst/11 stoðsendingar.

Fyrri greinHamar-Þór úr leik eftir hetjulega baráttu
Næsta greinHeiðrún Anna og Styrmir Snær íþróttafólk HSK 2021