Þór Þorlákshöfn vann nauman en mikilvægan sigur á Hetti á útivelli í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og lyftu Þórsarar sér loksins upp úr fallsæti.
Þórsarar byrjuðu betur í leiknum og voru í raun skrefinu á undan stærstan hluta hans. Staðan í hálfleik var 33-43 og í upphafi fjórða leikhluta var staðan 57-71.
En Þórsarar vita að fátt er sætara en að sigra í háspennuleik og því hleyptu þeir Hattarmönnum ískyggilega nærri sér undir lokin. Höttur minnkaði muninn í 78-80 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og lokasekúndurnar voru æsispenndi. Vincent Shahid kláraði leikinn á vítalínunni og Þór sigraði að lokum 83-86.
Shahid og Fotios Lampropoulos voru stigahæstir hjá Þór, báðir með 23 stig og Styrmir Snær Þrastarson skoraði 20.
Staðan í deildinni er þannig að Þór er í 9. sæti með 8 stig, tveimur stigum á eftir Hetti sem er í 9. sætinu. Þórsarar eiga gríðarlega mikilvægan leik fyrir höndum næstkomandi fimmtudag, þegar þeir mæta botnliði KR á útivelli og mega alls ekki við því að misstíga sig þar.
Höttur-Þór Þ. 83-86 (18-23, 15-20, 24-26, 26-17)
Tölfræði Þórs: Vincent Shahid 23/8 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 23/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 20/6 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 10/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 3, Pablo Hernandez 3/8 fráköst, Jordan Semple 2/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst.