Þrenna Arilíusar tryggði fyrsta sigur Stokkseyrar

Stokkseyringar fagna sigri í kvöld. Ljósmynd/Stokkseyri

Stokkseyringar eru komnir á blað í Lengjubikar karla í knattspyrnu eftir glæsilegan sigur á BF108 í C-deildinni í Víkinni í kvöld.

Arilíus Óskarsson kom Stokkseyri yfir á 17. mínútu en BF108 jafnaði þremur mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik. Stokkseyringar komust aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur var Arilíus þar á ferðinni. Hann kórónaði svo þrennuna á 89. mínútu og Stokkseyringar sigruðu 1-3.

Í gærkvöldi heimsóttu Hamarsmenn Skautafélag Reykjavíkur í Laugardalinn. SR komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Kristófer Örn Kristmarsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 59. mínútu. Þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða urðu mörkin ekki fleiri og SR sigraði 2-1.

Staðan í C-deildinni er þannig að Stokkseyri er í 5. sæti riðils-4 með 3 stig en Hamar er í neðsta sæti riðils-3 án stiga.

Fyrri greinVíðir hirti toppsætið af Ægi
Næsta greinÖruggur heimasigur Hamarsmanna