KFR vann öruggan sigur gegn Herði frá Ísafirði þegar liðin mættust á Leiknisvellinum í Breiðholti í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu.
Bjarni Þorvaldsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir KFR og hann skoraði tvívegis í fyrri hálfleik.
Staðan var 2-0 í leikhléi en Bjarni kórónaði svo þrennu sína um miðjan seinni hálfleikinn áður en Helgi Valur Smárason innsiglaði 4-0 sigur KFR.
Þetta var síðasti leikur KFR í Lengjubikarnum þetta vorið en þeir eru í 3. sæti í riðli-1 með 6 stig.