Bikarglíma Íslands fór fram síðastliðinn laugardag í Akurskóla í Reykjanesbæ. Níu keppendur kepptu fyrir hönd HSK og náðust þrír bikarmeistaratitlar í hús.
Jana Lind Ellertsdóttir varð bikarmeistari í flokki kvenna -70 kg og í 3. sæti í opnum flokki.
Óskar Freyr Sigurðsson varð bikarmeistari hjá 14 ára strákum og Sæþór Leó Helgason varð bikarmeistari hjá 12 ára strákum.
Margrét Lóa Stefánsdóttir varð í 2. sæti hjá 12 ára stelpum, Magnús Ögri Stefánsson varð í 3. sæti og Björgvin Guðni Sigurðsson var í 6. sæti hjá 12 ára strákum.
Svandís Aitken Sævarsdóttir varð í 3. sæti hjá 14 ára stelpum og Arnór Leví Sigmarsson varð í 4. sæti hjá 14 ára strákum.