
Þrír ungir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss á dögunum.
Þetta eru þeir Þorsteinn Aron Antonsson, Anton Breki Viktorsson og Sigurður Óli Guðjónsson.
Leikmennirnir þrír, ásamt félögum sínum í meistaraflokki karla, undirbúa sig þessa dagana á fullu fyrir sumarið. Í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni segir að undirskriftin sé fagnaðarefni fyrir knattspyrnuna á Selfossi og verður gaman að sjá þá vaxa og dafna í vínrauðu treyjunni.