Þeir Ívan Breki Sigurðsson, Þorgils Gunnarsson og Kristinn Ásgeir Þorbergsson skrifuðu á dögunum allir undir samning við knattspyrnudeild Selfoss.
Allt eru þetta drengir sem eru uppaldir hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga en þeir hafa spilað með yngri flokkum Selfoss. Kristinn er sóknarmaður, Þorgils er markvörður og Ívan er miðjumaður.
„Leikmennirnir hafa allir spilað með meistaraflokki Selfoss í vetur og unnið sér inn dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim í búningi Selfoss í framtíðinni. Það verður gaman að fylgjast með þessum ungu leikmönnum þróa sinn leik á Selfossi,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.