Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þrjá unga og efnilega leikmenn en það eru þeir Aron Einarsson, Stefán Þór Ágústsson og Brynjólfur Þór Eyþórsson.
Aron er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og hefur spilað og æft með liðinu á undirbúningstímabilinu. Aron er fæddur árið 2002 og spilar sem framliggjandi miðjumaður.
Stefán Þór mun standa vaktina í marki Selfyssinga í sumar. Stefán hefur leikið alla fjóra leiki Selfoss á tímbilinu, tvo í Mjólkurbikarnum og tvo í 2. deildinni. Hann hefur einnig spilað leikina á undirbúningstímabilinu. Stefán er fæddur árið 2001.
Brynjólfur Þór er framherji sem að er fæddur árið 2001. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur komið við sögu í einum leik Selfoss á þessu tímabili en var lánaður til Hamars í 4. deildinni í gær.
Knattspyrnudeild Selfoss bindur miklar vonir við þessa ungu leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta.