Þrjú á palli

Eric Máni sigraði í MX2 flokki. Ljósmynd/UMFS

Önnur umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram 29. júní síðastliðinn á Akranesi og voru 73 keppendur voru skráðir til leiks.

Iðkendur frá Ungmennafélagi Selfoss náðu góðum árangri á mótinu. Alexendar Adam Kuc varð í þriðja sæti í MX1 flokki, Eric Máni Guðmundsson sigraði í MX2 flokki og Ásta Petrea Hannesdóttir endaði í þriðja sæti í kvennaflokki.

Þriðja umferð Íslandsmótsins fer svo fram á svæði KKA á Akureyri laugardaginn 20. júlí næstkomandi.

Fyrri greinKira Kira á tónleikum í Strandarkirkju
Næsta greinGulla djassar á heimavelli