Bæði Uppsveitir og KFR þurftu að sætta sig við 3-2 tap í 5. deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Uppsveitir léku sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar Smári kom í heimsókn á Flúðir og þar komust gestirnir í 0-2 með mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Þórður Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Uppsveitir á 70. mínútu en Smáramenn juku forskotið í 1-3 átta mínútum síðar. Daníel Ben Daníelssyni tókst að hleypa spennu í leikinn aftur níu mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði annað mark Uppsveita en nær komust þeir rauðu ekki og lokatölur urðu 2-3.
Það gekk ekkert upp hjá KFR í kvöld þegar liðið heimsótti Skautafélag Reykjavíkur í Laugardalinn. Þrátt fyrir góða spilamennsku í fyrri hálfleik komst KFR hvorki lönd né strönd gegn SR og heimamenn leiddu 3-0 í fyrri hálfleik. Það birti aðeins til í seinni hálfleik og Helgi Valur Smárason og Stefán Bjarki Smárason minnkuðu muninn í 3-2 en Rangæingum tókst hvergi að finna jöfnunarmarkið og SR fagnaði 3-2 sigri.
Staðan í B-riðli 5. deildar er þannig að KFR er í 4. sæti með 9 stig en Uppsveitir eru í 6. sæti með 3 stig.