Þungur róður gegn Fjölnismönnum

Follie Bogan skoraði 18 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þar sem gestirnir úr Grafarvogi unnu sannfærandi sigur.

Róðurinn var þungur fyrir Selfyssinga í kvöld. Fjölnir komst í 9-25 í upphafi leiks en staðan að loknum 1. leikhluta var 21-28. Selfyssingar eltu gestina eins og skugginn framan af 3. leikhluta en undir lok fyrri hálfleiks fór að draga verulega á milli liðanna og staðan í hálfleik var 39-63.

Það var fátt um svör hjá Selfossliðinu í seinni hálfleik, Fjölnir náði fljótlega 30 stiga forskoti og heimamennirnir áttu engin svör á lokakaflanum.

Vojtéch Novák var stigahæstur Selfyssinga með 19 stig og 8 fráköst og Follie Bogan skoraði 18.

Eftir sjö umferðir er Selfoss í 9. sæti deildarinnar með 4 stig en Fjölnir er í 7. sæti með 6 stig.

Selfoss-Fjölnir 71-103 (21-28, 18-35, 19-23, 13-17)
Tölfræði Selfoss: Vojtéch Novák 19/8 fráköst, Follie Bogan 18/4 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 7/5 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 7, Arnór Bjarki Eyþórsson 5, Tristan Máni Morthens 4, Fróði Larsen Bentsson 3, Birkir Máni Sigurðarson 3, Sigurður Darri Magnússon 2/5 fráköst, Gísli Steinn Hjaltason 2, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 1/4 fráköst, Unnar Örn Magnússon 2 fráköst.

Fyrri greinEinstefna Stólanna í 4. leikhluta
Næsta greinÖruggur heimasigur Selfyssinga