Selfoss tapaði 0-1 þegar KR kom í heimsókn á Jáverkvöllinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag.
Leikurinn var lítið fyrir augað stærstan hlutann, bæði lið fóru varlega inn í leikinn en þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu KR ingar ágætum kafla og uppskáru mark á 38. mínútu úr einu marktilraun fyrri hálfleiks.
Selfyssingar léku mun betur í seinni hálfleik og stýrðu ferðinni en fengu engin færi. KR lagði upp með að verja forskotið og tókst það vel.
Þetta var annar leikur Selfyssinga í deildinni en liðið bíður enn eftir sínum fyrstu stigum.