Selfoss og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli á Selfossvelli í dag í 2. deild karla í knattspyrnu.
Fyrri hálfleikur var afskaplega rólegur og fátt um færi hjá liðunum. Selfyssinga munaði mikið um að í liðið vantaði þrjá lykilmenn; Arnar Loga Sveinsson sem er meiddur, Hrvoje Tokic sem er veikur og Guðmund Tyrfingsson sem tók út leikbann.
Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og Valdimar Jóhannsson átti sláarskot á 55. mínútu. Einnig skapaðist iðulega hætta eftir löng innköst Adams Arnar Sveinbjörnssonar en inn vildi boltinn alls ekki. Næst komust Selfyssingar því að skora á 79. mínútu, eftir langt innkast en markvörður Fjarðabyggðar varði skalla Þorsteins Daníels Þorsteinssonar meistaralega í stöngina og í kjölfarið bjargaði Fjarðabyggð á línu frá Valdimar Jóhannssyni.
Þrátt fyrir jafnteflið eru Selfyssingar í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, en Kórdrengir eru á toppnum með 13 stig. Kórdrengir sigurðu Hauka, sem sitja í 3. sætinu í dag, 2-1.