
Tinna Erlingsdóttir var kosin formaður Knattspyrnufélags Rangæinga á aðalfundi félagsins í Hvolnum á Hvolsvelli í gærkvöldi.
Jón Þorberg Steindórsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Fjölmörg mál voru rædd á fundinum, m.a. aðstöðumál og þá var greint frá starfi meistaraflokks kvenna sem var stofnaður í fyrrasumar, en góð mæting er á kvennaæfingarnar um þessar mundir.
Fram kom að iðkendur félagsins í dag eru um 220 og hafa aldrei verið fleiri.