Þjálfarateymi A landsliðs kvenna í handbolta hefur valið þá sextán leikmenn sem taka þátt í leik Íslands gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2024 í dag. Selfoss á þrjá leikmenn í hópnum.
Þær Perla Ruth Albertsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir eru allar í leikmannahópi Íslands og hlýtur það að teljast einstakt að 1. deildarlið eigi þrjá leikmenn í A-landsliði.
Af þeim þremenningunum er Perla Ruth reyndust með 44 A-landsleiki og 79 mörk, Katla María hefur leikið 5 leiki og skorað 2 mörk en Tinna Sigurrós, sem er 19 ára gömul, er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.
Leikurinn hefst kl. 19:30 að Ásvöllum og verður í beinni útsendingu á RÚV 2. Frítt er inn á leikinn í boði Arion banka.