Knattspyrnuvöllurinn á Selfossi var sleginn í dag í fyrsta skipti á þessu ári. Völlurinn lítur vel út þrátt fyrir kuldatíð á síðustu vikum.
Völlurinn tók vel við sér í síðustu viku og er nú orðinn iðagrænn hann hann var mun fyrri til í fyrrasumar, eftir snjóþungan vetur.
„Völlurinn er ekki í toppstandi en mjög góður miðað við allt og kuldann sem hefur verið síðustu viku. Hann verður í góðu standi í fyrsta leik þann 9. maí,“ sagði Sveinbjörn Másson, vallarstjóri, í samtali við sunnlenska.is.
Karlalið Selfoss hefur leik í 1. deildinni á uppstigningardag þegar KA kemur í heimsókn. Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins í Pepsi-deildinni er laugardaginn 18. maí en kvennalið leikur tvo fyrstu leiki sína á útivelli.