Tíu einstaklingar frá taekwondodeild Umf. Selfoss fara til Finnlands í vikulokin og keppa á Norðurlandamótinu í bardaga og formum.
Farið verður út á föstudaginn og hefst keppni á laugardag. Þessir tíu einstaklingar eru í landsliðinu í taekwondo og eru nokkur þeirra að fara á sitt fyrsta stórmót á erlendri grundu.
Þetta eru þau Davíð Arnar Pétursson, Ísak Máni Stefánsson, Hekla Þöll Stefánsdóttir, Dagný María Pétursdóttir, Guðrún Halldóra Vilmundardóttir, Sigurður Óli Ragnarsson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Margrét Edda Gnarr, Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Kristín Björg Hrólfsdóttir.
Tvö systkini eru í hópnum en Davíð og Dagný eru systkini og sömuleiðis Ísak og Hekla.