Kjöri íþróttamanns og -konu Hveragerðis verður lýst í Listasafni Árnesinga síðdegis í dag. Tíu íþróttamenn eru í kjörinu.
Það er bæjarstjórn Hveragerðis og menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem stendur að vali íþróttamanna ársins í Hveragerði. Í fyrra hlaut Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður, titilinn íþróttamaður Hveragerðis og Hafrún Hálfdánardóttir, körfuboltakona, var íþróttakona Hveragerðis.
Tíu íþróttamenn eru tilnefndir í ár en þeir eru:
Bjarndís Helga Blöndal, badminton, Íþf. Hamar
Imesha Chataranga, badminton, Íþf. Hamar
Hafsteinn Valdimarsson, blak, HIK Aalborg
Kristján Valdimarsson, blak, HIK Aalborg
Helga Hjartardóttir, fimleikar, Umf. Selfoss
Þorsteinn Ingi Ómarsson, golf, Golfklúbbur Hveragerðis
Björn M. Aðalsteinsson, knattspyrna, Íþf. Hamar
Íris Ásgeirsdóttir, körfubolti, Íþf. Hamar
Bjarni Rúnar Lárusson, körfubolti, Íþf. Hamar
Glódís Rún Sigurðardóttir, hestaíþróttir, Hmf. Ljúfur