Knattspyrnufélag Árborgar lauk Lengjubikarnum þetta vorið með því að vinna tíu marka sigur á Gullfálkanum á gervigrasinu á Selfossi í kvöld.
Árborg komst yfir á upphafsmínútunum og bætti svo við fjórum mörkum á stuttum tíma undir lok fyrri hálfleiks, þannig að staðan var 5-0 í hálfleik. Yfirburðirnir héldu áfram í seinni hálfleik og mörkin komu á færibandi þannig að þegar yfir lauk var staðan 10-0.
Sigurður Óli Guðjónsson skoraði þrennu fyrir Árborg, Ingi Rafn Ingibergsson skoraði tvö mörk, Aron Freyr Margeirsson, Andrés Karl Guðjónsson, Guðmundur Jón Þórðarson og Gísli Rúnar Magnússon skoruðu allir eitt mark og eitt mark var sjálfsmark Gullfálkans.
Árborg er í 3. sæti riðils 1 í C-deildinni með 7 stig en RB á leik til góða í 4. sætinu og gæti farið upp fyrir Árborg áður en yfir lýkur.