Selfyssingar töpuðu 33-23 þegar þeir heimsóttu Stjörnuna í lokaumferð 1. deildar karla í handbolta á föstudagskvöldið.
Stjarnan hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléinu, 15-12. Selfoss minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en síðan kom 16-6 kafli þar sem Selfyssingum gekk illa að halda aftur af Stjörnunni í vörninni auk þess sem skotnýting þeirra vínrauðu var ótrúlega slök.
Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hörður Másson skoraði 4, Matthías Örn Halldórsson, Gunnar Ingi Jónsson og Hörður Bjarnarson skoruðu allir 3 mörk og þeir Sverrir Pálsson, Ómar Vignir Helgason og Örn Þrastarson skoruðu allir 1 mark.
Helgi Hlynsson varði 14/1 skot í marki Selfoss og var með 39% markvörslu og Sölvi Ólafsson varði 7 skot og var sömuleiðis með 39% markvörslu.