Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt lista yfir úrvalshóp unglinga 15-22 ára og eru tíu íþróttamenn af sambandssvæði HSK á listanum.
Hópurinn samanstendur af 47 stelpum og 45 strákum. Þau koma víða af landinu eða úr þrettán félögum. Hlutverk þessa hóps er að hittast fyrir utan hina almenna frjálsíþróttakeppni, fá fræðslu, kynnast fyrrum stjörnum og kynnast hvort öðru á öðrum grundvelli. Hópurinn er valinn í ár eftir nýjum lágmörkum og er hægt að nálgast þau á vef FRÍ, undir unglingalandsliðsmál.
Þrír nýliðar frá HSK eru í hópnum, sem öll verða 15 ára á næsta ári, þau Styrmir Dan Steinunnarson, Halla María Magnúsdóttir og Harpa Svansdóttir.
Eftirtaldir einstaklingar af HSK svæðinu voru valdir í hópinn:
Styrmir Dan Hansen Steinunnarson
Halla María Magnúsdóttir
Harpa Svansdóttir
Fannar Yngvi Rafnarsson
Sveinbjörn Jóhannesson
Teitur Örn Einarsson
Sigþór Helgason
Sólveig Helga Guðjónsdóttir
Andrea Sól Marteinsdóttir
Eva Lind Elíasdóttir