Tokic með þrennu í seinni hálfleik

Hrvoje Tokic. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum í 2. deild karla í knattspyrnu í dag, 1-4 á Vogaídýfuvellinum.

Nú eru tvær umferðir eftir af deildarkeppninni og Selfoss er áfram í 3. sæti, nú með 38 stig. Vestri og Leiknir F sigruðu í sínum leikjum í dag þannig að röð efstu liðanna er óbreytt og kapphlaupið um sæti í Inkassodeildinni heldur áfram. Vestri og Leiknir leika innbyrðis í næstu umferð á meðan Selfoss fær Völsung í heimsókn.

Selfoss byrjaði ekki vel í Vogunum í dag. Þeir lentu undir strax á 4. mínútu en Kenan Turudija jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 1-1 í leikhléi.

Í seinni hálfleiknum tók Hrvoje Tokic sig til og skoraði þrennu og tryggði Selfyssingum 1-4 sigur. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk í 18 leikjum.

Fyrri greinMagnað myndband frá Jónasi Sig
Næsta greinÖruggur sigur Selfoss á heimavelli