Ölfusingar rökuðu inn verðlaunum á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem haldið var í síðustu viku. Tómas Valur Þrastarson var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildar karla og Emma Hrönn Hákonardóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna.
Auk þess að vera valinn efnilegastur þá var Tómas Valur valinn í fimm manna úrvalslið úrvalsdeildarinnar.
Emma Hrönn var í úrvalsliði 1. deildar kvenna og var sem fyrr segir valin leikmaður ársins, Aniya Thomas var útnefnd besti erlendi leikmaðurinn og Hákon Hjartarson, þjálfari Hamars/Þórs var valinn þjálfari ársins í 1. deildinni.