Toppliðin skildu jöfn á Grýluvelli

Hamar og KH skildu jöfn, 1-1, í uppgjöri toppliðanna í D-riðli 4. deildar karla á Grýluvelli í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus, Hamarsmenn fengu sín færi en gestirnir voru heilt yfir líklegri til þess að skora. Staðan var 0-0 í hálfleik og baráttan hélt áfram í síðari hálfleik.

Hamar komst yfir á 60. mínútu með glæsilegu marki frá Friðriki Emilssyni sem tók fyrirgjöf á lofti og stýrði boltanum snyrtilega í netið. Tíu mínútum síðar fengu gestirnir svo vítaspyrnu og skoruðu úr henni. Fleiri urðu mörkin ekki.

KH er áfram í toppsæti riðilsins með 10 stig, en Hamar hefur 8 stig í 2. sæti.

Fyrri greinEkki gert ráð fyrir heimavist við FSu
Næsta greinVilja að bærinn kaupi Friðarstaði