Toppliðið hafði betur

Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri-Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór fékk topplið Stjörnunnar í heimsókn í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Þær sunnlensku áttu fína spretti í leiknum en Stjörnukonur voru sterkari og sigruðu 77-95.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 4-14 þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Staðan eftir 1. leikhluta var 17-31 en þá höfðu heimakonur líka hrist úr sér hrollinn og náðu þær með góðum spretti að breyta stöðunni í 44-53.

Stjarnan gerði nánast út um leikinn í 3. leikhluta og snemma í þeim fjórða var staðan orðin 62-81 og lítil von fyrir Hamar-Þór að koma til baka.

Staðan í deildinni er þannig að Hamar-Þór er í 5. sæti með 18 stig en Stjarnan er á toppnum með 30 stig.

Hamar-Þór – Stjarnan 77-95 (17-31, 27-22, 13-20, 20-22)
Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 22, Emma Hrönn Hákonardóttir 20/6 fráköst, Yvette Adriaans 12/7 fráköst/5 stolnir, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 7, Helga María Janusdóttir 6, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 5/4 fráköst, Valdís Una Guðmannsdóttir 5, Gígja Rut Gautadóttir 7 fráköst/4 varin skot.

Fyrri greinGuðmundur skoraði af punktinum
Næsta greinGul viðvörun: Rigning og vatnavextir