Þór Þorlákshöfn heimsótti Valsmenn í gærkvöldi í Dominos-deild karla í körfubolta á Hlíðarenda. Valsmenn höfðu betur, 98-97, og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur.
Leikurinn var jafn og spennandi alveg frá fyrstu mínútu fram að þeirri síðustu en Valsmenn leiddu þó mest allan leikinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-21 en staðan í leikhléi var 48-47.
Þriðji leikhuti var nokkuð jafn þar sem staðan var 77-72 þegar honum lauk. Valsmenn leiddu allan fjórða leikhluta en þegar ein mínúta var eftir að leiknum munaði aðeins 4 stigum á liðunum. Lokatölur urðu 97-98, fyrir Valsmenn.
Mike Cook Jr. var sitgahæstur í liði Þór með 32 stig og sjö fráköst, Baldur Þór Ragnarsson skoraði 16 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanelsson 14, tók 10 fráköst og varði 10 skot, Nemanja Sovic 12 og tók sjö fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson níu stig og Tómas Heiðar Tómasson sex stig og tók fimm fráköst
Hvergerðingurinn Oddur Ólafsson átti góðan leik fyrir Val og skoraði 20 stig og gaf fimm stoðsendingar og Selfyssingurinn Ragnar Gylfason skoraði fimm stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar
Þór er nú í 6. sæti deildarinnar með sex stig og næsti leikur þeirra í Dominos deildinni er mánudaginn 25. nóvember.