Önnur umferð Íslandsmótsins í torfæruakstri fer fram í Jósepsdal í Ölfusi á sunnudag. Helmingur ágóðans af keppninni rennur beint til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina þetta er í þriðja sinn sem félagið styrkir Styrkarfélags krabbameinssjúkra barna með þessum hætti.
Keppnin hefst kl. 13 og verður sem fyrr segir í Jósepsdal, beint á móti Litlu kaffistofunni. Frítt er fyrir börn, 12 ára og yngri, en fullorðnir greiða 1.500 kr. í aðgangseyri. Gott er að koma tímanlega á staðinn.
Um að gera að mæta á svæðið og styrkja gott málefni og horfa á góða skemmtun þegar að nítján tryllitæki reyna sig við brautirnar í Jósepsdal
Aðalstyrktaraðili torfærunar er Poulsen ásamt Bílar og Hjól. Einnig koma fleiri fyrirtæki að þessu með AÍFS.
Sjö sunnlenskir keppendur taka þátt í keppninni. Eðvald Orri Guðmundsson mætir á Pjakknum í götubílaflokkinn og sömuleiðis Ívar Guðmundsson á Kölska. Í sérútbúna flokknum keppa Helgi Gunnarsson á Gærunni, Daníel G. Ingimundarsson á Green Thunder, Benedikt Sigfússon á Hlunknum og Hafsteinn Þorvaldsson mætir til leiks á Torfunni. Sigfús Benediktsson er svo fulltrúi Sunnlendinga í sérútbúna götubílaflokknum á Snáðanum.