Ægismenn áttu í basli með að landa sigri gegn KFG í 2. deild karla í knattspyrnu á Samsung vellinum í Garðabænum í kvöld.
Ægir fékk draumabyrjun en Atli Rafn Guðbjartsson kom þeim yfir strax á 3. mínútu eftir hornspyrnu. KFG jafnaði metin á 29. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.
Leikurinn var jafn í seinni hálfleik og Ægismönnum gekk illa að finna leiðina að marki KFG en á 70. mínútu kom Aron Fannar Hreinsson boltanum í netið eftir snarpa sókn og tryggði Ægi 1-2 sigur.
Eftir fimm umferðir er Ægir í 2. sæti deildarinnar með 11 stig en KFG er í 11. sæti með 3 stig.