Toyota Selfossi styrkir Selfoss körfu

Toyota Selfossi og Körfuknattleiksfélag Selfoss skrifuðu á dögunum undir styrktarsamning þess hljóðandi að Toyota Selfossi mun styrkja starf félagsins næstkomandi þrjú ár.

„Selfoss karfa er ört stækkandi félag með öflugt yngri flokka starf og gleður það okkur mikið að geta lagt hönd á plóg til að styrkja þeirra góða starf,“ segir í tilkynningu frá Toyota Selfossi.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Hauk Baldvinsson, framkvæmdastjóra Toyota Selfossi, og Guðbjörgu Bergsveinsdóttur, formann Selfoss körfu, handsala samninginn.

Fyrri greinStekkjaskóli meðal vinningshafa í landsátakinu „Syndum“
Næsta greinSunnlendingar kunna að hafa gaman