Þór Þorlákshöfn heimsóttir KR í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skreið framúr í 4. leikhluta og sigraði 90-80.
Fyrsti leikhluti var jafn en Þórsarar skriðu framúr undir lok hans og leiddu í hálfleik 42-44. Þriðji leikhluti var hnífjafn en í upphafi þess fjórða tóku KR-ingar af skarið.
KR gerði 19-2 áhlaup og breytti stöðunni í 81-67 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þór svaraði með 2-11 áhlaupi þar sem Ragnar Nathanelsson tróð meðal annars tvívegis. Munurinn var þá kominn niður í fimm stig, 83-78 en KR-ingar stóðu af sér frekari tilraunir Þórsara og kláruðu leikinn.
Besti maður vallarins var Ragnar Nat með 36 í framlagseinkunn. Ragnar gerði sér lítið fyrir og skoraði 25 stig og tók 17 fráköst. Tröllatvenna annan leikinn í röð hjá honum.
Tölfræði Þórs Þ.: Ragnar Nathanaelsson 25 stig/17 fráköst/4 varin skot, Ragnar Örn Bragason 14 stig/5 fráköst, Vance Hall 13 stig/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10 stig/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 7 stig, Baldur Þór Ragnarsson og Halldór Garðar Hermannsson 4 stig og Davíð Arnar Ágústsson 3 stig.