Tryggir rekstrargrundvöll klúbbsins til næstu ára

Golfklúbbur Selfoss og Sveitarfélagið Árborg skrifuðu í gær undir tíu ára þjónustu- og styrktarsamning sem tryggir rekstrargrundvöll golfklúbbsins til næstu ára.

Helstu áherslur þessa samnings er mikilvægi þess öfluga íþrótta-, forvarnar- og félagsstarfs sem fram fer innan Golfklúbbs Selfoss fyrir samfélagið í heild. Samningurinn gildir til ársloka 2022.

Til þess að félagið geti rækt hlutverk sitt styrkir Sveitarfélagið Árborg félagið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum auk þess sem félagið tekur að sér fyrir sveitafélagið tiltekin afmörkuð verkefni gegn greiðslu.

Þessi samningur hjálpar einnig GOS við endurnýjun á vélum og getur GOS horft nú til framtíðar og stefnt á átján holu golfvelli til framtíðar. En stefna er tekin á að byrja á tólf holum og vinna sig í rólegheitum í átján holur

Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar, Jens Uwe Friðriksson gjaldkeri GOS og Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdarstjóri GOS undirrituðu samninginn.

Fyrri greinHreinsa hugann með vatnsslag
Næsta greinÍ sjálfheldu í Ingólfsfjalli