U17 landslið Íslands í handbolta stóð í ströngu á European Open sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku.
Þrír Selfyssingar eru í U17 ára liðinu, þeir Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Tryggvi Þórisson. Ísland lék um bronsverðlaunin á mótinu gegn Hvíta-Rússlandi og eftir spennuþrunginn leik hafði Ísland 30-29 sigur en Hvítrússarnir höfðu mest sjö marka forskot í fyrri hálfleik.
Í mótslok var Tryggvi valinn besti varnarmaður mótsins.
Nú tekur við æfingatörn hjá U17 liðinu áður en liðið fer á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Baku í Azerbaijan 22.-27. júlí en þar taka þátt átta bestu þjóðir heims í þessum árgangi.