Stokkseyringar unnu góðan sigur á Létti í 5. deild karla í knattspyrnu á Stokkseyri í dag.
Léttir komst yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 0-1 í leikhléi.
Stokkseyringar mættu hins vegar ferskir inn í seinni hálfleikinn og Sigurður Snær Sigurjónsson jafnaði metin með skoti af stuttu færi áður en Hákon Logi Stefánsson stangaði boltann inn eftir hornspyrnu og tryggði Stokkseyri 2-1 sigur.
Þetta var annar sigur Stokkseyringa í röð en með sigrinum í dag lyfti Stokkseyri sér uppfyrir Létti og situr nú í 6. sæti með 6 stig. Léttir er í 7. sætinu með 4 stig.
