Taekwondodeild Selfoss sendi átta keppendur til leiks á Íslandsmótið í bardaga sem haldið var síðastliðinn laugardag í Keflavík.
Allir keppendur deildarinnar stóðu sig með stakri prýði og komu hlaðin verðlaunum austur yfir fjall og uppskáru tveir keppendur deildarinnar Íslandsmeistaratitil að launum. Taekwondo deild Selfoss endaði í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins.
Katla Mist Ólafsdóttir vann til gullverðlauna í junior A +63 kvennaflokki og var hún einnig valin keppandi mótsins eftir hörku úrslitabardaga við liðsfélaga sinn, Viktoríu Björgu Kristófersdóttir sem hreppti silfrið í sama flokki.
Veigar Elí Ölversson mætti Úlfi Darra Sigurðsyni, félaga sínum úr liði Selfoss í úrslitum. Eftir harða báráttu þá hafði Veigar Elí betur og varð því Íslandsmeistari í Cadet A -49 flokki karla.
Björn Jóel Björgvinsson barðist til úrslita í Senior A +80 karlaflokki en varð að láta sér silfrið nægja í þetta skiptið en úrslitin réðust á síðustu sekúndunum í þriðju lotu.
Julia Wiktoria Sakowicz keppti til úrslita í junior A -63 kvennaflokki og mætti þar sterkum andstæðing úr Björkunum sem að hafði betur í þetta sinn og tók hún því silfrið heim.
Arnar Breki Jónsson keppti til úrslita í junior B -63 karlaflokki, þar mætti hann keppanda frá KR sem hafði betur eftir tvær loturog Arnar Breki fékk því silfrið.
Loftur Guðmundsson datt út í fyrsta bardaga en fór heim reynslunni ríkari.