Tveir útlendingar til Þórs

Nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum fyrir átökin í Iceland Express deildinni í körfuknattleik næsta vetur.

Um er að ræða leikstjórnandan Darinn Govans sem lék áður með St. Josephs-skólanum í háskólakörfuboltanum og framherjan Marko Latinovic sem lék með Erskine-skólanum.

Þjálfarinn sigursæli Benedikt Guðmundsson heldur um stjórnartaumana hjá Þór og hafði áður nælt í Guðmund Jónsson frá Njarðvík.

Þetta kemur fram á www.karfan.is

Fyrri greinKjalvegur opnast í næstu viku
Næsta greinAldís Hafsteins: Velkomin á Blóm í bæ!